Guesthouse

Ferðaþjónustan Dæli hefur verið starfrækt við góðan orðstír frá árinu 1988. Í gegnum tíðina hefur fyrirtækið lagt áherslu á gæði og persónulega þjónustu, bæði hvað varðar gistingu og mat.

Dæli er staðsett miðja vegu á milli Reykjavíkur og Akureyrar, aðeins 6-7 km frá hringveginum. Í næsta nágrenni má finna perlur eins og Kolugljúfur, Borgarvirki og Hvítserk auk sellátranna á Vatnsnesi. Næsta þéttbýli er Hvammstangi (24 km), en þar er m.a. að finna sundlaug, Selasetur Íslands og Handverksgalleríið Bardúsa.

Boðið er upp á fjölbreytta gistimöguleika allt frá svefnpokaplássum í litlum smáhýsum upp í vel útbúin lúxusherbergi með baði.

Í veitingasal okkar Kaffi Sveitó er rekið heimilislegt sveitakaffihús með heimabökuðu bakkelsi og ljúffengu kaffi. Á kvöldin er reiddur fram gómsætur kvöldverður þar sem lögð er áhersla á gæði og góða þjónustu. Einnig er tekið á móti hópum í mat og kaffi allt árið.

IMG_0202