Gönguleiðir125-2551_IMG

Ein merkt gönguleið liggur frá Dæli að fossinum Steinboga, en sú leið er um 3 km löng aðra leiðina. Þetta er þægileg ganga sem allir í fjölskyldunni ráða við. Fossinn Steinbogi liggur upp við rætur Víðidalsfjalls. Í honum steypist Litlaá niður úr Hvarfsgjá undir fallega náttúrulega steinbrú sem fossinn dregur nafn sitt af.

Minigolf

MInigolf
MInigolf

Í Dæli eru 9 skemmtilegar minigolfbrautir sem kylfingar á öllum aldri geta spreytt sig á. Hægt er að leigja kylfur á staðnum eða nota sínar eigin.

 

Í 2km. fjarlægð frá Dæli er Stóra-Ásgeirsá þar er rekin hestaleiga og húsdýragarður.

http://www.visithunathing.is/is/afthreying/husdyragardur/hestaleiga-og-husdyragardur

 

Stóðréttir í Víðidalstungurétt

Stóðréttin er alltaf fyrsta laugardag í október. Þessar stóðréttir eru einar stærstu stóðréttir landsins, hvað varðar hrossafjölda. Fjöldi fólks víða að úr heiminum sækir réttina og myndast oft skemmtileg stemning.

 

10 

 

 

 

 

 

Reiðleiðir

Margar fallegar reiðleiðir eru í Víðidalnum, eftir sléttum árbökkum, milli fallegra fossa.