Hestar

Tamningar, þjálfun og reiðkennsla

Í Dæli hafa verið stundaðar tamningar og þjálfun síðan vorið 2014, undir yfirumsjón Hallfríðar Sigurbjargar Óladóttur .  Hallfríður  útskrifaðist sem þjálfari og reiðkennari frá Háskólanum á Hólum vorið 2013. Í Dæli tökum við á móti hrossum í frumtamningu og þjálfun. Einnig bjóðum við upp á reiðkennslu fyrir einstaklinga og smærri hópa. Við leggjum áherslu á persónulega og góða þjónustu.


Hestasýningar

Boðið er upp á hestasýningar á hringvelli sem staðsettur er fyrir utan matsalinn hjá okkur. Sýningin nær yfir þróun á notkun íslenska hestsins frá landnámi til dagsins í dag, frá því að vera þarfasti þjónninn, til þess að verða sporthestur og tómstundagaman fjölda fólks.


Ræktun

Hross hafa alltaf verið með öðrum búskap í Dæli. Ræktunin okkar er mjög ung, fyrstu hrossin koma á tamningaraldur haustið 2015. Hrossin okkar eru flest kennd við Dæli, en nokkur þeirra eru kennd við Syðri-Mælifellsá.