Á kaffihúsinu er m.a. boðið upp á gómsætar heimabakaðar kökur og vöfflur ásamt úrvali heitra drykkja, safa og gosdrykkja. Vinsælust er gómsæta súkkulaðikakan okkar og ylvolga rabbabarabakan.

Gestir og gangandi geta gætt sér á súpu dagsins, salati, heimabökuðu brauði, samlokum, hamborgurum og öðrum léttum réttum frá kl 12:00 til 18:00. Sérstakur hópamatseðill er í boði fyrir hópa á ferðinni, en Dæli er vel staðsett fyrir þá sem leið eiga um Norðurland vestra á leið í náttstað. Tekið er á móti hópum í ekta íslenskt kaffihlaðborð allan ársins hring.

Kvöldverður er borinn fram á Kaffi Sveitó frá kl. 18:00-21:00. Á matseðlinum eru m.a. gómsætar súpur með heimabökuðu brauði, villikryddað fjallalamb og ofnbakaður lax ásamt vinsæla heimagerða ísnum okkar sem slær alltaf í gegn. Tekið er á móti hópum í kvöldmat allan ársins hring.

Kaffi Sveitó barinn er opin til kl. 23:00 sun-fim og 00:00 fös-lau yfir sumartíman, en þar er hægt að smakka ýmsa áhugaverða drykki eins og Hreppstjóra, Hreppstjóra í sparifötum og Sveitalúða.