Dæli er staðsett miðja vegu á milli Reykjavíkur og Akureyrar, aðeins 6-7 km frá hringveginum.
Í næsta nágrenni má finna perlur eins og Kolugljúfur, Borgarvirki og Hvítserk auk sellátranna á Vatnsnesi. Næsta þéttbýli er Hvammstangi (24 km), en þar er m.a. að finna sundlaug, Selasetur Íslands og Handverksgalleríið Bardúsa.
Í 2km. fjarlægð frá Dæli er Stóra-Ásgeirsa þar er hestaleiga og húsdýragarður. http://www.visithunathing.is/is/afthreying/husdyragardur/hestaleiga-og-husdyragardur