Góðan daginn loksins setur maður eitthvað hérna inn :), en núna er allt á fullu að klára nýja matsalinn og snyrtingarnar, þar bætast við tæpir 90m2, þá verður komin aðstaða fyrir allt að 100manns í mat.
Föstudagskvöldið 7.júní verðuð salurinn opnaður með pompi og prakt.
Hrafnhildur og Þorri vinur hennra munu blúsa fyrir okkur og Kiddi og James munu taka nökkur lög, og ef til vill eitthvað fleira skemmtileg.
Svo verður Kaffi Sveitó með nýju sniði, boðið verður upp á Hnallþórur, og hamborgara steikarsamlokur og fl. og fl.
Hlakka til að sjá ykkur. Tjaldsvæðir er opið og hefur verið síðan í maí.