Gleðilegt ár og takk fyrir þau gömlu.
Í desember var tekinn grunnur að nýkum matsal, hann verður byggður fyrir austan húsið og tengdur með tengibyggingu við gamla matsalinn.
Þegar hann verður tilbúin í vor, verðum við búin að byggja viðbyggingar hringinn í kring um húsið og ofan á það líka 🙂
Að þessum framkvæmdum loknum getum við tekið á móti yfir 100 manns í mat.
Í sumar munum við verða með opið “reataurant” fyrir gesti og gangandi, þar verður boðið upp á ýmiskonar BORGARA kanski samborgara hver veit ja eða Vídæling og Vatnsnesing ja aldrei að vita , einnig steikarsamlokur og fl.
Kaffihúsið verður opið þar verður hægt að fá kökur og brauðmeti, kakó, kaffi og fl.
Þetta munum við auglýsa rækilega þegar nær dregur, alveg tilvalið að renna við hjá okkur og fá sér að borða í rólegu umhverfi.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest
Sigrún og Villi